27.10.2005 :. ég trúi ekki á hjónabönd. hef spáð í þessu svolítið lengi og mér finnst hugmyndin sæt en ekki ganga upp. það getur enginn sagt fyrir um hvernig honum á eftir að líða eftir einhvern óákveðinn tíma. þannig að lofa því að elska einhvern þar til maður deyr? svo er almennt borin, að mér finnst, lítil virðing fyrir þessu furðulega loforði. margir halda framhjá maka sínum, aðrir halda sambandinu gangandi út af ýmsum ástæðum þegar engin ást er lengur til staðar, svo eru það þeir sem slíta því og skilja. hjónavígslur voru alls 1472 árið 2004, á meðan hjúskaparslit voru alls 1249.
ef ég einhverntímann kynnist manni er held ég eina loforðið sem ég get gefið að ég muni reyna mitt besta.
svo eru ýmis atriði við kristileg brúðkaup sem mér finnast misjafnlega vitur. eins og þegar feður gefa verðandi tengdasyni dóttur sína? og að gifta sig í hvítu, sem á að vera táknrænt fyrir það að vera hrein mey. ekki finnst mér neitt voðalega spennandi að giftast manni sem ég veit ekki hvernig er að sofa hjá. og ef maður er búin að því fyrir brúðkaupið, að af hverju að klæðast hvítu? æj, annars eru hefðir krúttlegar. samt eru þessar ekki nógu krúttlegar til að fá mig til að ganga niður altarið.
www.hagstofa.is


18.10.2005 :.
til hamingju með afmælið ívar. ég elska þig og sakna þín. ár liðið frá því ég skrifaði næstneðstu færsluna. margt gerst síðan þá. það nýlegasta er að ég er komin heim frá kína. vann í sumar á vinnumiðlun á ísafirði og fór svo með árgangnum mínum úr MA til tyrklands sem var frábært. nú er skólinn byrjaður á fullu og lífið er skemmtilegt.

08.04.2005 :. ég var að enda við að horfa á myndina hotel rwuanda en hún segir frá helförinni í rúanda í gegnum sögu paul rusesabagina. í þessum mánuði eru liðin 11 ár frá því að að minnsta kosti 800 þúsund manns voru drepin í hrikalegasta þjóðarmorði sem heimurinn hefur orðið vitni að á seinni tímum.
í rúanda bjuggu tveir þjóðflokkar, tútsar og hútúar. í apríl 1994 var forsetaflugvélin skotin niður og það var upphafið að styrjöld þar sem hútuar reyndu að útrýma tútsum sem voru um 15% þjóðarinnar.
hvernig þetta gat gerst án afskipta annarra landa er erfitt að skilja. madaleine albright, þá fulltrúi bandaríkjastjórnar í öryggisráðinu, beitti sér af afli gegn því að sameinuðu þjóðirnar hlutuðust til. kofi annan framkvæmdastjóri SÞ hefur viðurkennt mistök samtakanna, en hann var á þessum tíma yfirmaður friðargæslu þeirra.
"skæruliðaher tútsa, RPF, undir stjórn paul kagame núverandi forseta rúanda batt enda á blóðbaðið í júlímánuði 1994. hútúar streymdu í hundruð þúsunda tali yfir landamærin til tansaníu og kongó í mesta flóttamannastraumi sem sögur hafa farið af.”

31.mars á þessu ári fordæmdu forystumenn helstu skæruliðafylkingar hútu-manna í fyrsta skipti fjöldamorðin í rúanda og lýstu því yfir að þeir ætluðu að leggja niður vopn.
hvað það er sem fær fólk til að drepa aðra manneskju vegna litarfars, skoðanna eða lands er vonandi eitthvað sem ég á aldrei eftir að geta fengið skilið.
þórunn sveinbjarnardóttir
www.ruv.is

02.04.2005 :. ég á vin sem heitir geiri og ætla tileinka honum þessa færslu því mér finnst hann svo æðislegur.
geiri heitir geir konráð sem mér finnst mjög viðeigandi nafn.
hann fór á ráðstefnu um norræna velferðakerfið um daginn og tókst að finna einfalda lausn á vandamáli sem var þar til umræðu. vandamálið var að margir útlendingar á íslandi eiga erfitt með að læra íslensku og vita ekki rétt sinn í atvinnumálum og öðru. svo geiri stóð upp og sagði til nafns og stöðu og sagðist vera með lausn. að sjálfsögðu litu pólitíkusarnir og háskólafólkið á hann eins og hann væri hálfviti, sem hann að einhverju leyti er.
“ríkisrekin sjónvarpsstöð sem ætluð er útlendingum sem búa hér á íslandi. þarna væri íslenska kennd í gegnum sjónvarpið. ásamt því að hafa pólskan klukkutíma eða spænskan klukkutíma þar sem vel yrði farið í efnið á móðurmáli útlendingana. svo inn á milli væru tilkynningar eins og, vissir þú að x eru lágmarkslaun á íslandi?”

vert er að taka fram að það var strax sett manneskja í þetta mál.
já þetta er dæmigerður geiri. hann kom líka með eitt sem mér finnst að ætti að taka mark á. hann segir að það búi of mikið af heimskingjum í heiminum og auglýsingar séu miðill sem nái vel til fólks svo "miðað við hve mikill heilaþvottur er út af auglýsingum, hvernig væri að setja lög um að auglýsingar verði að innihalda fróðleik?". þetta er keimlíkt hinni hugmyndinni en engu að síður sniðugt.
colgate. verndar tennurnar þínar. og vissir þú: glerungurinn er hart lag sem hylur bein tannkrónunnar. glerungurinn er harðasti vefur líkamans og eru 95% hans steinefni en að öðru leyti vatn og lífræn efni. colgate!”
geir getur líka verið mjög fyndinn og á auðvelt með að koma auga á það sem kemur manni til að brosa. þegar hann fór í bíó á “passion of the christ” sátu bandaríkjamenn fyrir aftan hann og þegar það voru búnar tíu mín. af myndinni heyrði hann þá segja “when does the english part start?”, en myndin er á aramísku og hebresku held ég allan tímann.
lengi lifi geiri!

10.03.2005 :. jæja. þetta eru nokkur atriði sem ég hef upplifað, séð eða heyrt um kína:

flestir (og þá meina ég langflestir) borga allt með seðlum og hæsti seðillinn er 1000 kr ísl. eða 100 rmb. þannig þegar fólk er að kaupa sér eins og sjónvarp erum við að tala um stórt búnt af peningum. ég elska þetta.

alltaf þegar maður pantar fisk er hann borinn fram með hausnum. hérna tíðkast vændi. ég á til dæmis heima á hóteli og við eitt barborðið sitja alltaf 3-5 stelpur, ekki mikið eldri en ég, við "hóruborð" og leita eftir kúnnum.

mér finnst allt vera grátt. að minnsta kosti í borginni sem ég er í.

westlife er enn í miklu uppáhaldi hjá kínverjum. flestir sem ég þekki hafa aldrei heyrt minnst á bítlanna eða aðrar frægar rokkhljómsveitir og einhverjir héldu að de niro væri kaffitegund.

í gær heyrði ég iceland í fréttunum, á cnn asia. það var útaf bobby fischer málinu.

ég hef séð tvo feita kínverja hérna. og þeir voru "ástu"feitir. allir aðrir virðast vera"ástu"grannir. (ef þið vitið ekki hvað "ástu" viðskeytið þýðir sendiði ástu björg mail.)

í kína er bara eitt tímabelti. + 8 tímar ef þú ert á íslandi. það eru í alvörunni einhver nokkur, fjögur eða fimm, en það var ákveðið í beijing að það skyldi bara vera eitt. þetta er ótrúlega kínverskt.

ég hef verið spurð af öllum þeim kínverjum sem ég hef náð að kynnast af viti hvort mér þyki vænna um mömmu mína eða pabba minn og hvoru okkar systkinanna foreldrum mínum þykir vænst um.

ég hef aldrei séð kínverska róna á götunum. reyndar hef ég aldrei séð fólk úti á götu fullt.

það virðist ekki skipta máli hvað umferðin er mikil eða hröð, maður sér fólk alltaf labba yfir göturnar án þess að það séu gangbrautir eða götuljós. edda mín, þaðan hef ég þetta.



10.03.2005 :.
ég elska tilvitnanir. ætla koma með nokkrar misfrægar sem eru ekkert endilega í uppáhaldi hjá mér.

he not busy being born is busy dying.
bob dylan

is god willing to prevent evil, but not able? then he is not omnipotent.
is he able, but not willing? then he is malevolent.
is he both able and willing? then whence cometh evil?
is he neither able nor willing? then why call him god?

epicurus

some men see things as they are and ask, 'why?' - i dream of things that never were and ask, 'why not?
robert kennedy

if you want to make peace, you don't talk to your friends. you talk to your enemies.
moshe dayan

the true mystery of the world is the visible, not the invisible.
oscar wilde

if you don't risk anything you risk even more.
erica jong

in a mad world only the mad are sane.
akira kurosawa

þeir sem þekkja mig vita að ég er ótrúlega á móti dauðarefsingum. það að hæstiréttur bandaríkjanna hafi því tekið þá afstöðu að aftökur afbrotamanna, sem frömdu glæpi yngri en 18 ára, verði bannaðar verð ég að segja að gleður mig. auðvitað væri óskandi að dauðarefsingar væru legðar niður algjörlega og það er vonandi eitthvað sem verður ákveðið í komandi framtíð, í bandaríkjunum jafnt sem annarsstaðar.
upplýsingar um dauðarefsingar:
www.amnesty.org
www.deathpenaltyinfo.org

ég fann tengil inn á blogg hjá íraskri stelpu í dag, hún er 26 ára gamall blaðamaður og skrifar hvernig ástandið er í borginni baghdad. það sem hún hefur að segja er mjög áhugavert og snertir mann, að minnsta kosti mig. ég skrifaði henni mail og þakkaði henni fyrir.
mikið er maður heppinn að vera íslendingur.
www.ruv.is

www.riverbendblog.blogspot.com

06.03.2005 :. er trú manns einkamál? er skoðun manns einkamál? ef skoðun mín væri sú að allir hægri menn væru réttdræpir, er hún þá í lagi svo lengi sem ég aðhefst ekkert? eða ef trú mín væri sú að ég gæti læknast af alnæmi með því að afsveina einhvern? þetta eru öfgafull dæmi en koma því til skila sem ég er að pæla í. er staðreyndin sú að maður á ekki að hafa skoðun á neinu nema maður hafi rök fyrir því? og trú. hvað er trú? trú getur verið trú á það sem ekki er hægt að rökstyðja. eins og guð. en trú getur líka verið trú á eitthvað sem búið að er sanna að standist ekki og hægt er að beita rökum á. eins og til er trúarhópur sem segir að jörðin sé flöt. telur að allt sem sýni fram á annað sé eitt stórt samsæri og heilaþvottur. er í lagi að fólk trúi einhverju eins og því?
held að mín skoðun á málinu sé að fólk má hafa skoðun á því sem það vill og trúa því sem það vill svo lengi sem það loki ekki á þau rök sem benda gegn því. málið er langt frá því að vera svona einfalt samt. til er stórt grátt svæði. eins og hvaða stjórnmálaflokk er rétt að kjósa? hvað er fallegt? og svo framvegis. en ég ætla hætta. á ekki til svör.


27.02.2005 :. við pabbi fórum saman í göngutúr í gær sem var indælt. ætluðum síðan að fá okkur núðlusúpu, hann pantaði voða spenntur "wo yao nu ruo?" og afgreiðslufólkið voða spennt "shr shr shr". allavega, þetta kom á borðið.



og mér fannst það mjög fyndið. pabbi er ennþá á því að þetta hafi bara verið smá misskilningur.
hann bað um

en gleymdi að minnast á að hann vildi líka

ég fór á dvd/cd markaðinn í dag og hitti stelpu sem við birna keyptum alltaf af þegar við vorum hérna fyrir 5 árum. það var svo gaman að hitta hana aftur að það að það hafi verið það tel ég vera
augljóst merki þess að ég sakni vina minna.

er þetta eitthvað sem mér einni finnst merkilegt?



ef þetta er í öllum löndum, þá ætla ég að safna svona myndum.
jæja. ætla fara horfa á mynd. lenti á einhverri leiðinlegri áðan. systir sem átti bróður sem átti kærasta sem hún hélt framhjá með fyrir framan bróður sinn sem var sama því hann var að halda framhjá kærastanum sínum með honum.


21.02.2005 :.
kvöldmaturinn í kvöld var borðaður hjá systir kóngsins, við pabbi samt bara tvö. það var ýmislegt í boði.
ég veit ekki hvort þið vitið það en á langflestum kínverskum veitingastöðum er maturinn "til sýnis" og þú velur það sem þú vilt. ef það er eins og svínakjöt er diskur til sýnis sem gefur til kynna hvernig það yrði matreitt. ef um er að ræða skeljar, fiska, humra eða eitthvað því um líkt eru dýrin lifandi í búrum og þú velur það sem þú vilt.



þetta á síðastu myndinni er undantekning því þetta er jú ekki lifandi er ferskt engu að síður.
veit samt ekki hver myndi borga fyrir að borða þetta.
allavega. ég valdi skjaldbökuna sem er á miðjumyndinni og hún var lostæti. mhmm. pabbi valdi "gullfiskana" en fannst þeir ekkert sérstakir.
jæja, kominn háttatími. góða nótt.
[leiðrétting: þetta á síðustu myndinni er lifandi. þetta er einhverskonar sjávardýr og fólk borðar þetta.]

16.02.2005 :.

jón: "ég á fleiri en 999 geisladiska."
kristín: "nei jón, þú átt færri en 1000 geisladiska."
birna: "jón á a.m.k. einn geisladisk."

ef aðeins einn segir satt,

1) hver segir satt?
2) hversu marga geisladiska á jón?



15.02.2005 :.
hafiði einhverntíman pælt í líkum? eins og líkunum á því að þið séuð til og að lesa þetta. ef ég horfi á þetta út frá mér þá tel ég mig vera býsna ólíklegan einstakling, en ætli við séum það ekki öll. líkurnar á því að ég sé íslendingur eru sirka 290.000/6.434.242.353. líkurnar á því að ég sé stelpa eru 1/2. en líkurnar á því að ég sé íslensk stelpa í kína tel ég nú vera harla litlar. líkurnar á því að ég sé íslensk stelpa í kína sem heitir kristín og er akkúrat á þessari sek að hlusta á nazareth, að ég sé glöð og heilbrigð, að það sé ekki hægt að lýsa augnlitnum mínum með einu orði (brúnn/grár/ grænn), já þetta finnst mér gera lífið skrítið.
www.pbs.org/sixbillion


14.02.2005 :. ég fann svo sætt myndbrot á netinu sem þið verðið að ná í. þetta er það glaðasta sem ég hef séð í langan tíma og þess vegna viðeigandi að koma með þetta á valentínusardaginn.

such a feelin's comin' over me
there is wonder in most everything I see
not a cloud in the sky
got the sun in my eyes
and I won't be surprised if it's a dream

everything I want the world to be
is now coming true especially for me
and the reason is clear
it's because you are here
you're the nearest thing to heaven that I've seen

I'm on the top of the world lookin' down on creation
and the only explanation I can find
is the love that I've found ever since you've been around
your love's put me at the top of the world

something in the wind has learned my name
and it's tellin' me that things are not the same
in the leaves on the trees and the touch of the breeze
there's a pleasin' sense of happiness for me

there is only one wish on my mind
when this day is through I hope that I will find
that tomorrow will be just the same for you and me
all I need will be mine if you are here

I'm on the top of the world lookin' down on creation
and the only explanation I can find
is the love that I've found ever since you've been around
your love's put me at the top of the world



10.02.2005 :.
var að koma heim úr hádegisverðarboði með mr chong sem er góðvinur pabba og ferlega flottur kall. við vorum sjö. í matinn var hákarlauggasúpa, sem var það eina sem ég borðaði þarna að undanskildum hnetum og salati með thousand island dressingu, en ég var sú eina sem snerti á því, tígrisrækjur, beitukóngur og fleira kínverskt. þegar maturinn var hálfnaður var komið með steikarhníf og gaffal á borðið og ég verð að viðurkenna að það hlakkaði í mér að fá gott nautakjöt. þegar diskurinn kom á borðið sá ég að þetta var apalóne-skel sem boðið var upp á en diskurinn kostar einhver 250 rmb. mér tókst með miklum ágætum að fela hana í hrísgrjónaskálinni minni. þegar búið var að bera fram 10 rétti og ég orðin löngu södd, eftir þó að hafa einungis snert á tveimur réttum, var spurt "what do you want for main food?".
einn af matargestunum var tvítugur strákur sem sagðist hafa mikinn áhuga á kvikmyndum. við sögðum honum að james bond mynd hefði verið tekin upp að hluta á landinu okkar íslandi. þá hlakkaði mikið í honum og hann fræddi okkur um að uppáhaldsmyndirnar hans eru einmitt um 007 spæjarann, batman, superman og fleiri vestrænar hetjur.
... ég verð að viðurkenna að reykingarnar hérna eru farnar að hafa áhrif á mig. komin með sviða í augun af öllum þessum reyk en það eru engar reglur yfir hvar má og má ekki kveikja sér í sígarettu. leigubílstjórar reykja í bílunum, meðan það eru farþegar, það er reykt í lyftum, fólk reykir yfir morgunmatnum á 5* hóteli og hvergi meira en á kínversku veitingastöðunum en eins og núna áðan vorum við inn í einkaherbergi (allir veitingastaðirnir eru með þannig aðstöðu, sér herbergi og í hverju herbergi er þjónustustelpa sem fylgist með að glösin séu full o.s.frv.) sem var ekki meira en kannski 25 fermetrar og engir opnir gluggar og fjórir keðjureykjandi menn. í eins og gossjálfssölum heima eru síðan hérna sígarettupakkar í hólfunum.
jæja. komið nóg. ætla fara læra.

09.02.2005 :. gærkvöldið var algjör klikkun. stærsta hátíð kínverja eru áramótin þeirra (spring festival), þau eru haldin í febrúar og í gær, áttunda, varð allt klikkað, enda gamlárskvöld. við íslendingar hreykjum okkur af því að skjóta upp mikið af flugeldum en við eigum ekkert í kínverja. lætin voru stanslaus í fleiri klukkutíma, en þau eru búin að vera einhver í einhverja daga núna og verða víst áfram allavega út vikuna. mestur er hávaðinn af kínverjunum sem þeir skjóta upp, þetta eru stór stór belti og hávaðinn bergmálar svoleiðis frá húsablokkunum að í fyrstu hélt maður að ný heimsstyrjöld væri hafin. pabbi þurfti auðvitað að koma með það innlegg að þessar sprengjur þeirra væru kallaðir kínverjar heima á íslandi, mér fannst ekki vel tekið í það.
okkur var boðið í mat til vinkonu okkar han sui og með voru foreldrar hennar. þetta voru að þeirra sögn dæmigerð kínversk áramót sem við eyddum þarna með þeim. maturinn var kominn á borðið upp úr sex og boðið var upp á dömlinga, hakk vafið inn í lauk o.fl. girnilegt. klukkan átta hófst sjónvarpsþáttur sem öll þjóðin horfir víst á (sýndur frá átta til klukkan eitt), hann er eins og skaupið fyrir okkur nema auðvitað gera grínistarnir ekki grín að ríkisstjórninni og fram koma ýmsir fleiri listamenn. mér brá svolítið þegar jackie chan var mættur á sviðið dansandi og syngjandi og gestgjöfunum sömuleiðis að ég vissi hver hann var.
um tíuleytið fórum við út að sprengja; pabbi ekki með neinar ólöglegar tívolíbombur í þetta skiptið. hávaðinn var rosalegur, ekki bara frá öllum flugeldunum heldur líka þjófavörnunum á bílunum sem allar gauluðu en virtust ekki fara í taugarnar á neinum nema mér.
á miðnætti var nýja árið boðið velkomið með meiri mat. dömlingum sem ég hafði reynt að taka þátt í að búa til og ekki má gleyma svínalöppunum og höndunum sem eiga veita manni lukku. ég lét mér nægja að borða lappirnir, kýs ólukku fram yfir svínahendur.
og með þessu var ár hanans hafið. gleðilegt nýtt ár allir.


06.02.2005 :. jæja. ég hef ákveðið að breyta síðunni aðeins þar sem líf mitt hefur tekið smá breytingum. eftir prófin bauð pabbi okkur til dalian, kína að heimsækja sig. ég ákvað svo að vera eftir og læra hér. þannig að ég kem ekki heim til íslands fyrr en í maí. á meðan ég er hérna, hinum megin á hnettinum, ætla ég að nota þessa síðu meira sem dagbók. vonandi finn ég mér svo ódýrara myndavél hérna svo ég geti "sýnt" eftir bestu getu það sem ég er að upplifa.

23.11.2004 :. "fallúdja heitir borg í írak. þar bjuggu eitt sinn 300.000 manns, eða álíka margir og búa á íslandi. væntanlega hefur þetta fólk verið af ýmsu tagi, eins og gengur og gerist, en það var fyrst og fremst manneskjur. ekki arabar eða vígamenn eða hvað það er nú sem við köllum fólk áður en við réttlætum fyrir okkur að það sé kannski allt í lagi að drepa það eða eyðileggja heimili þess." þetta er svo satt. af hverju réttlætum við fyrir okkur að sá sem var drepinn var nú svona og svona en horfum ekki á þetta út frá því að viðkomandi var manneskja eins og þú og ég?
www.murinn.is

04.11.2004 :. ég missti andlitið í líffræði á mánudaginn. við fengum að fara upp á sjúkrahús og athuga hvort við værum hæf til þess að gefa blóð. þegar ég las hverjir mega ekki gefa blóð fékk ég nú vægt sjokk að sjá það svart á hvítu að samkynhneigðir karlmenn mega ekki gefa blóð. ef ,,þú ert karlmaður og hefur haft samfarir við sama kyn,” máttu ekki gefa blóð undir neinum kringumstæðum. hvað er hægt að flokka þetta undir annað en fordóma? þetta var að sjálfsögðu réttlætanlegt á sínum tíma þegar lögin voru sett því þá voru samkynhneigðir karlmenn stór meirihluti þeirra sem smitaðir voru af alnæmi en margt hefur breyst og síðustu fjögur ár smituðust til dæmis 25 einstaklingar á íslandi við gagnkynhneigð mök en aðeins 10 við samkynhneigð mök. ég byrjaði að spurja konu sem vann þarna út í þetta (og í hneyksli mínu fóru bekkjarsystkini mín sem voru með mér eitthvað hjá sér) hvort það væri ekki rétt að fleiri gagnkynhneigðir væru smitaðir af alnæmi í dag heldur en samkynhneigðir og hún sagði jú (í öllum heiminum er talið að um 70% þeirra sem beri í sér HIV-veiruna hafi smitast vegna gagnkynhneigðar en 10% vegna samkynhneigðar). hún svaraði því líka játandi að í hvert skipti sem einhver gefur blóð er tékkað á því hvort viðkomandi sé smitaður af einhverju! ekki smitast samkynhneigð með blóði svo ég sé engin rök fyrir því að banna hommum að taka þátt í þessari hjálparstarfsemi og finnst þetta ekkert nema úrelt lög sem stríða gegn jafnrétti!
www.visindavefur.hi.is

19.10.2004 :. ég hef mikið verið að hugsa um líf eftir dauðann eða réttara sagt, ekki líf eftir dauðann. hvernig væri heimurinn ef allir tryðu því að það væri ekkert framhald? hvað ef allir tryðu því að þetta væri eina tækifærið manns og maður þyrfti að nota það eftir því? þá yrðu sjálfsmorðsárásir í miðausturlöndum ekki hugsaðar þannig að maður fengi að njóta þess í næsta lífi að hafa dáið fyrir málsstaðinn. margir sem eru á götunni trúa að þeir fái sinn séns í næsta lífi osfrv. ætli það kæmist meiri metnaður í fólk að nýta þetta líf, nota þetta tækifæri, ef það væri ekki trúað? eða tryði allavega ekki þessum part? ég vil meina það.
auðvitað þarf samt að skoða þetta úr frá fleiri sjónarhornum. manni verður fljótt hugsað til þeirra sem missa börnin sín, önnur ættmenni eða vini, og trúa því svo að þeirra bíði ekkert. það er ef til vill óyfirstíganlega erfitt fyrir suma og ég held að hugmyndin á bakvið annað líf sé sprottin af þessari skrýtnu tilfinningu sem maður fær þegar maður missir einhvern. maður trúir því ekki að maður sjái viðkomandi aldrei aftur. eins verður manni hugsað til þeirra sem hafa átt það erfitt. er ekkert betra sem bíður þeirra? svoleiðis yrði erfitt að sætta sig við (og er, því ég til dæmis trúi því ekki að maður lifi öðru lífi eftir þetta). ef til vill verður heimurinn aldrei án þessarar hugmyndar um framhaldslíf.


18.10.2004 :. í tilefni þess að uppáhalds bróðir minn í öllum heiminum hann ívar á afmæli í dag ætla ég að skrifa eitthvað inn á þessu síðu sem allt útlit er fyrir að verði lítið notuð. ég sakna ívars, mömmu og pabba ekkert smá mikið. mikið verður nú að gaman að hittast öll, sem ég sé samt ekki alveg hvenær verður þar sem gamli er hinumegin á hnettinum núna og enginn veit hvenær hann skilar sér heim, ekki einu sinni hann.
við pabbi áttum í sumar skemmtilegt spjall um hamingjuna sem ég hugsa svolítið oft til. við vorum að spá hvort fólk viti það einhverntíman hvort það sé í alvöru hamingjusamt. vegna þess að sumir eru hamingjusamir á röngum forsendum. dæmi um það er td maður sem ræður sig í vinnu hjá fyrirtæki sem segist ætla borga honum milljón á mán og viðkomandi verður voðalega glaður og vinnur vel og mikið. síðan kemur að launadögum og hann fær ekki krónu útborgaða. þá segir hann upp og ræður sig í vinnu hjá öðru fyrirtæki sem lofar honum 250 þús krónum á mán. honum finnst þetta lélegt og vinnur ekki jafn vel og er dapur út mánuðinn þar til kemur að launadögum en hann fær borgað það sem honum var lofað. þá verður hann mjög glaður. þetta er samt eiginlega lélegt dæmi því við vitum öll að hamingja fæst ekki með peningum, eða svo er manni sagt. samt þægileg sýnidæmi.
því miður held ég að það sé þannig að þú veist aldrei hvort þú sért í alvöru hamingjusamur/söm. þú bara trúir því. tekur því sem sannleika. og hvernig er það. getur maður verið hamingjusamur en samt alltaf viljað meira? persónulega hefur mér alltaf fundist það slæmt mál þegar fólk sættir sig við eitthvað og hættir að vilja eitthvað meira út úr lífinu. en þetta er komið nóg. ætla fara læra strærðfræði. það gerir mann án efa hamingjusaman á réttum forsendum.


07.09.2004 :. jæja, loksins. ég ætla að nota þessa síðu til að skrifa um eitthvað sem mér finnst áhugavert. það á eftir að bætast inn á þetta smám saman svo þið verðið bara að bíða þolinmóð.




kristín k - eyrarlandsvegur 28 - 600 akureyri - mail